Vorferð eldri borgara
26. maí 2021
Vorferð eldri borgara (60 ára og eldri) í Hvalfjarðarsveit verður miðvikudaginn 2. júní nk.
Byggðasafnið í Görðum verður heimsótt og keyrt verður inn Hvalfjörð og Kjós.
Fararstjóri verður Kristján Finnsson frá Grjóteyri.
Lagt verður af stað frá Stjórnsýsluhúsinu kl. 9:30 miðvikudaginn 2. júní.
Kostnaður við ferðina er 2.000 kr. pr. mann og greiðist við skráningu.
Innifalið í verðinu er rúta, hádegismatur, kaffi ofl.
Skráning og greiðsla á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar fyrir 1. júní nk.