Fara í efni

Vinnuskólinn í Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir verkbeiðnum

Vinnuskólinn í Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir verkbeiðnum frá íbúum sveitarfélagsins.

Kæru íbúar Hvalfjarðarsveitar

Nú er sumarið komið vel á veg, grasið farið að spretta hér í Hvalfjarðarsveit og öflug sveit ungmenna að hefja störf í Vinnuskólanum.

Frá og með 7. júní næstkomandi (miðvikudagur) og fram til 9. ágúst verðum við í því að snyrta opinber svæði sveitarinnar og garða einstaklinga sem leggja inn verkbeiðni hjá okkur.

Því miður gátum við lítið gert síðustu 2 sumur þar sem flokkurinn var í smærra lagi þrátt fyrir duglegan hóp. Í ár erum við fleiri og getum því liðsinnt ykkur betur ef þið þurfið á aðstoð okkar að halda.

Ef þið hafið áhuga á því að fá smá liðsauka við garðyrkjustörfin í sumar þá endilega hafið samband á vinnuskoli@hvalfjardarsveit.is eða í síma 842-5524 (Þóra).

Vert er að taka fram að eldri borgarar hafa forgang hjá okkur ef einhver skörun verður en auðvitað reynum við að klára öll verk.

Eigið gott sumar .

 

Kveðja,

 

Þóra Margrét og Benedikta