Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar 2016
• Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar er starfræktur sumarið 2016 líkt og sl. ár.
• Vinnuskóli er fyrir unglinga á aldrinum 14 – 18 ára.
• Vinnutími verður 7 klst. á dag fjóra daga vikunnar.
Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 24. maí sl. var samþykkt að hækka laun í vinnuskóla um 10% frá því sem var sumarið 2015.
Laun og vinnutími sumarið 2016 verða því eftirfarandi:
8. bekkur kr. 577 pr. klst. – Vinnutími frá 6. júní til og með 7. júlí.
9. bekkur kr. 658 pr. klst. – Vinnutími frá 6. júní til og með 21. júlí.
10. bekkur kr. 793 pr. klst. – Vinnutími frá 6 júní til og með 18. ágúst.
Umsóknarfrestur var til og með 10. maí sl. en hægt er að bæta við fleiri áhgasömum unglingum því verkefnin eru næg.
Umsókn skal senda á hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 433-8500 eða skipulag@hvalfjardarsveit.is
Hvalfjarðarsveit 25. maí 2016
Ólafur Melsted, skipulags- og umhverfisfulltrúi.