Fara í efni

Vinnufundur sveitarstjórnar með fulltrúum í nefndum

Laugardaginn 1. apríl sl. var haldinn vinnufundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar með fulltrúum í fastanefndum sveitarfélagsins. Á fundinum var farið yfir stefnumótun um starf nefnda m.a. verkefni þeirra, framtíðarsýn, úrlausn verkefna og ákvarðanatöku.

Björg Ágústsdóttir, frá Alta ráðgjafafyrirtæki var verkefnisstjóri á fundinum sem stóð frá kl. 10:00-16:00. Björg mun í framhaldinu skila sveitarstjórn samantekt um helstu niðurstöður vinnufundarins.

Meðfylgjandi myndir af fundinum tók Áskell Þórisson, fulltrúi í menningar- og atvinnuþróunarnefnd. Sjá myndir !