Viljalýsing undirrituð um uppbyggingu grænna iðngarða á Grundartanga
Í gær var undirrituð, af eigendum Þróunarfélags Grundartanga og fyrirtækja er starfa á Grundartangasvæðinu, viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs með hringrásarhugsun á Grundartanga. Sérlegur verndari verkefnisins er Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, en ávinningur verkefnisins er í takt við stefnu stjórnvalda og sveitarfélaga um þróun í átt að hringrásarhagkerfi og styður við aðgerðaráætlun í loftlagsmálum.
Grænum iðngarði er ætlað að styðja við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulagningu, stýringu og framkvæmd. Markmiðið er að Grundartangi-grænn iðngarður geti orðið leiðandi á heimsvísu með áherslu á fyrirmyndar sjálfbærniumgjörð og bætta fjölnýtingu auðlinda og innviða í gegnum hringrásarhagkerfið.