Víkingurinn í Hvalfjarðarsveit
01. júlí 2024
Síðastliðna helgi fór fram á Vesturlandi keppni sterkustu manna landsins, Víkingurinn 2024. Á föstudeginum var keppnin í Hvalfjarðarsveit þar sem keppt var í „Drumbalyftu“ við Hallgrímskirkju í Saurbæ og í „Kast yfir vegg“ á Vinavelli í Melahverfi.
Veðrið lék við keppendur og gesti sem fjölmenntu til að fylgjast með og hvetja keppendur áfram í skemmtilegri og spennandi keppni. Ungir sem aldnir nutu þess að horfa á báðum keppnisstöðum ásamt því að geta leikið á Vinavelli í blíðunni þar sem boðið var upp á ís að keppni lokinni.
Myndir frá deginum má sjá hér