Víkingurinn í Hvalfjarðarsveit
27. júní 2024
Víkingurinn 2024, keppni sterkustu manna landsins, mun fara fram á Vesturlandi dagana 28.-30. júní. nk.
Föstudaginn 28. júní verður keppnin í Hvalfjarðarsveit. Tvær keppnisgreinar fara fram í sveitarfélaginu, sú fyrsta verður kl. 14:00 við Hallgrímskirkju í Saurbæ, þar sem fer fram Drumbalyfta. Klukkan 17:00 verður keppnin í Melahverfi við Stjórnsýsluhúsið, keppnisgreinin Kast yfir vegg.
Öll velkomin að koma og horfa á. Menningar- og markaðsnefnd mun bjóða upp á ís að lokinni keppni.