Viðvera presta í Hvalfjarðarsveit
06. janúar 2026
Vakin er athygli á nýjung í þjónustu Garða- og Saurbæjarprestakalls en frá janúar 2026 verða prestar með viðveru og bjóða viðtalstíma í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi.
Viðvera verður annan hvern fimmtudag kl. 10-12 og eru dagsetningar fram að páskum eftirfarandi:
8. og 22. janúar
12. og 26. febrúar
12. og 26. mars
Símanúmer og netfang presta má finna hér
Nánari upplýsingar um starf prestakallsins má finna hér