Fara í efni

Viðburðastjóri Hvalfjarðardaga 2016

Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir áhugasömum verktaka til að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd Hvalfjarðardaga sem haldnir verða 26. – 28. ágúst 2016.

Hvalfjarðardagar eru hátíð sem sprottin er upp úr grasrótarstarfi ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu. Undanfarin ár hafa sífellt fleiri aðilar í Hvalfjarðarsveit tekið þátt í verkefninu og má þar nefna einstaklinga og félagasamtök auk sveitarfélagsins.

Í umsjóninni felst m.a. að taka á móti hugmyndum að viðburðum, skipuleggja þá og útbúa dagskrá ásamt því að halda utan um samskipti þeirra aðila sem standa að Hvalfjarðardögum. Ennfremur að annast framkvæmd hátíðarinnar í samráði við skipuleggjendur og annast allt uppgjör.

Æskilegt er að verktaki hafi reynslu á sviði viðburðarstjórnunar og kostur ef viðkomandi þekkir til í Hvalfjarðarsveit.

Nánari upplýsingar um starfið má nálgast í tölvupósti á netfangið skuli@hvalfjardarsveit.is

Umsóknum skal skila á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is fyrir 17. maí 2016.

 

Hvalfjarðarsveit 6. maí 2016
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.