Vetrarstarf Kirkjukórs Saurbæjarsóknar
Vetrarstarf er að hefjast hjá Kirkjukór Saurbæjarsóknar. Fyrsta æfing vetrarins er mánudaginn 16. september nk. kl. 19:30 í Miðgarði.
Kórinn sér um messusöng í kirkjum prestakallsins sem nú hefur verið sameinað Akranesi. Í kórnum eru ca. 20 manns á öllum aldri, bráðskemmtilegt fólk, bæði úr sveitinni og af Akranesi. Stjórnandi kórsins er Zsuszanna Budai. Æfingar eru einu sinni í viku á mánudagskvöldum klukkan 19:30 í félagsheimilinu Miðgarði.
Auk þess að syngja í messum hefur kórinn tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum gegnum árin og gælir við kórferðalag til framandi lands í júní n.k.
Okkur vantar sérlega karlaraddir en allir eru auðvitað velkomnir, við tökum vel á móti ykkur.
Stjórn kórsins skipa Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Björnsdóttir og Helga Stefanía Magnúsdóttir.
Fyrirspurnir má senda á netfangið helgastef@grunnborg.is
Svo má líka mæta beint á staðinn. Við hlökkum til að sjá nýja félaga.