Vestursvæði Grundartanga - Stækkun flæðigryfja, deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2023 að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi á Vestursvæði Grundartanga sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meginforsendur vegna nýs deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og því telst tillagan vera í samræmi við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar.
Breyting á deiliskipulagi Vestursvæðis Grundartanga felst í því að afmarkað er sérstakt 4,2 ha efnislosunarsvæði sem nýtt verður sem flæðigryfja til viðbótar við eldri flæðigryfjur sem enn eru í notkun. Svæðið er innan stærra efnislosunarsvæðis/landfyllingar á hafnarsvæðinu þar sem gert er ráð fyrir hafnarbökkum og athafnasvæðum hafnar í gildandi deiliskipulagi. Í nýrri flæðigryfju skv. breytingu þessari er miðað við að urða megi u.þ.b. 293.500 m³.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 19. apríl 2024 til og með 31. maí 2024.
Flæðigryfjur - Vestursvæði Grundartanga, deiliskipulagsbreyting
Flæðigryfjur - Vestursvæði Grundartanga, greinargerð
Flæðigryfjur Grundartanga, áhættumat
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is . Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 31. maí 2024.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar