Vesturlandsvegur (1) frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú
VSÓ Ráðgjöf, fyrir hönd Vegagerðarinnar, vinnur að frumdrögum vegna breikkunar Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú.
Í nýrri vefsjá, sjá https://www.vso.is/vesturlandsvegur-vefsja/ má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem fylgja munu frumdrögum inn á næstu stig hönnunar.
Í kynningarmyndbandi er jafnframt farið vel yfir frumdrög framkvæmdarinnar og virkni vefsjárinnar.
Óskað er eftir ábendingum frá vegfarendum, sérstaklega íbúum á svæðinu. Ábendingar skulu sendar í gegnum vefsjána með því að smella á „senda ábendingu“ uppi í hægra horni. Tekið verður tillit til ábendinganna á næstu stigum framkvæmdarinnar en rétt er að ítreka að endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir þrátt fyrir að Vegagerðin telji kost 1C æskilegastan.
Framkvæmdin er á samgönguáætlun en framkvæmdum verður skipt í áfanga og vonir standa til að heildarframkvæmdin klárist á tíu árum.
Á eftirfarandi slóð má finna frétt um málið ásamt vefsjá og kynningarmyndbandi; Vesturlandsvegur, frumdrög og vefsjá | VSO