Verkefnastjóri innleiðingar farsældar á Vesturlandi
07. ágúst 2024
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir verkefnastjóra farsældar í landshlutanum. Verkefnið er samstarf SSV og mennta- og barnamálaráðuneytisins en samstarfssamningur þess efnis var undirritaður á Farsældardegi Vesturlands 16. maí síðastliðinn. SSV er með starfstöðvar á Akranesi, Borgarnesi og Hellissandi.
Markmið verkefnisins eru að samhæfa farsældarþjónustu í sveitarfélögunum á Vesturlandi og koma á fót svæðisbundnu farsældarráði í landshlutanum og ráðið er tímabundið til tveggja ára.