Vatnsleikfimi 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit
02. september 2024
Vatnsleikfimi hefst mánudaginn 9. september nk. í íþróttamiðstöðinni Heiðarborg.
Vatnsleikfimi 60 ára og eldri fer fram í Heiðarborg alla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 10:50 til 11:30 á tímabilinu september 2024 - maí 2025.
Leiðbeinandi er Hanna Þóra Guðbrandsdóttir.
Vatnsleikfimin er skemmtileg leið til líkamsræktar, frábær aðferð til að styrkja vöðva, bæta úthald og auka liðleika. Áhersla er lögð á að hver og einn vinni eftir sinni getu.
Vinsamlegast skráið ykkur í vatnsleikfimi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.
Í boði er að kaupa hádegismat í Heiðarskóla þá daga sem vatnsleikfimin er, skráning nauðsynleg.
Leiðbeinandi verður ekki til staðar eftirtalda daga en frjálst er að mæta í sundlaugina og gera æfingar.
18., 23. og 25. september 2024.
14. og 16. október 2024.
Umsjón með félagsstarfi aldraðra hefur frístunda- og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Ása Líndal Hinriksdóttir, fristund@hvalfjardarsveit.is