Útboð - Melahverfi
Hvalfjarðarsveit, Veitur ohf, Míla ehf og Rarik ohf, óska eftir tilboðum í verkið:
Melahverfi í Hvalfjarðarsveit
Háimelur og Brekkumelur
Ný gatnagerð og lagnir
Verkið felur í sér í jarðvinnu og lagnir við Háamel og hluta Brekkumels í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Lengd götunnar Brekkumels er um 65 m, en Háamels um 215 m, samtals um 280 m. Leggja skal fráveitu-, vatns-, hitaveitu- og fjarskiptalagnir og annast jarðvinnu fyrir raflagnir. Setja upp ljósastaura án ljósbúnaðar. Landið er að mestu leyti óhreyft.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur fyrir götum og gangstéttum 5.765 m³
- Klapparskering 641 m³
- Fylling, aðflutt efni 5.115 m³
- Mulningur 2.634 m³
- Kaldavatnslagnir, plast ø32-180 386 m
- Fráveitulagnir, steinn ø150-250 702 m
- Hitaveitulagnir, DN20-80 505 m
- Fjarskiptalagnir 1.140 m
Skiladagur verksins er 15. október 2016.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds.
Hægt er að óska eftir gögnum hjá Verkís verkfræðistofu á netfangið
jh@verkis.is eða í síma 422-8000.
Tilboð verða opnuð 30. maí 2016, kl. 11:00 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.