Uppsetning öryggismyndavéla hjá Hvalfjarðarsveit.
Öryggismyndavélar hafa verið settar upp á vegum sveitarfélagsins á nokkrum stofnunum sveitarfélagsins.
Þrjár vélar eru staðsettar utan á stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3, en þær hafa 360 gráðu sjónarhorn hver.
Tvær vélar eru staðsettar utan á leikskólanum Skýjaborg, sem einnig hafa 360 gráðu sjónarhorn hvor.
Ein vél er staðsett utan á íþróttamiðstöðinni Heiðarborg og er hún stefnuvirk og sýnir aðkeyrsluna að húsnæðinu og sparkvöllinn.
Fimm vélar eru staðsettar á Heiðarskólahúsinu,fjórar þeirra eru með 360 gráðu sjónarhorn og ein þeirra er stefnuvirk og sýnir veginn sem liggur að skólanum ásamt því að úr henni sést yfir sveitina ásamt Esju og Akrafjalli.
Tilgangurinn með því að setja þessar vélar upp er fyrst og fremst til að hafa eftirlit með eignum sveitarfélagsins, en brögð hefur verið að því að skemmdarverk hafa verið unnin á þeim í gegn um tíðina og tjón af því hlaupið á hundruðum þúsunda króna.
Með tilkynningu þessari er starfsmönnum sveitarfélagsins og öllum almenningi kynnt þessi ráðstöfun, auk þess sem sett verða upp áberandi spjöld, sem gefur til kynna að myndavélavöktun fari fram á þessum stöðum, eins og gerð er krafa um samkvæmt reglugerð Persónuverndar Þar um.
Vélarnar taka aðeins upp ef hreyfing á sér stað og er upptakan geymd á netþjóni sem staðsettur er í stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins.
Þeir sem hafa aðgang að netþjóninum eru öryggisvörður og tæknimaður, en lögregla mun fá gögn til skoðunar EF tilefni gefur til.
Upptaka er geymd í 21 dag, en eftir það byrjar netþjónninn að taka yfir þær.
Hvalfjarðarsveit 26. júní 2015,
Sveitarstjóri.