Fara í efni

Upplýsingabæklingur eldra borgara

Hvalfjarðarsveit hefur gefið út nýjan upplýsingabækling fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Bæklingurinn verður sendur á öll heimili í Hvalfjarðarsveit en einnig verður hann aðgengilegur í rafrænu formi inni á heimasíðu sveitarfélagsins, sjá hér.

Bæklingnum er ætlað að veita eldri íbúum sveitarfélagsins, sem og öðrum, yfirsýn yfir upplýsingar um þjónustu og stuðning sem í boði er í sveitarfélaginu. Í upplýsingabæklingnum má finna fjölbreyttar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, frístundastarf og aðra þjónustu sem eldri borgarar geta nýtt sér. Þar er jafnframt að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að sækja um þjónustu og hvert á að hafa samband.

Áskell Þórisson, íbúi í Hvalfjarðarsveit, kom að vinnslu bæklingsins auk þess sem hann á myndirnar sem prýða hann.
Áskeli eru færðar þakkir fyrir hans framlag.