Fara í efni

Ungir tónlistarmenn í Hvalfjarðarsveit

Á Sunnudaginn 26. júni kl.14:00 verða tónleikar "Ungir tónlistarmenn í Hvalfjarðarsveit”. Það verða þrír tónlistarmenn sem koma fram á þessum tónleikum: Ásta Marý Stefánsdóttir - söngkona, Sigríður Hjördís Indriðadóttir - flautuleikari, Heiðmar Eyjólfsson - gítar og söngur. Þetta eru tónleikar númer tvö í tónleikaröðinni hjá Tónlistarfélagi Hvalfjarðarsveitar - Tónlistarsumar í Hvalfjarðarsveit 2016. Tónleikar eru ca. 1 klst. og er frítt fyrir eldri borgara og börn yngri en 12 ára. Aðgangseyrir er 1.000 kr og það er ekki posi á staðinum. Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Hvalfjarðarsveitar og Menningaráði Vesturlands.
Tónleikarnir verða í Skessubrunni í Hvalfjarðarsveit, húsið opnar kl.13:00 og verður hægt að kaupa súpu o.fl. á staðinum. Allir hjartanlega velkomnir.