Fara í efni

Undirskrift samkomulags

Miðvikudaginn 27. janúar sl. undirrituðu Dagný Hauksdóttir, formaður Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar og Skúli Þórðarson, sveitarstjóri samkomulag um tímabundin afnot félagsins af húsnæði sveitarfélagsins í Heiðarborg.

Ungmenna- og íþróttafélagið hyggst nota húsnæðið fyrir skipulagða starfsemi sína sem sérstaklega verði beint að íbúum Hvalfjarðarsveitar, ungum sem öldnum.

Hvalfjarðarsveit lætur félaginu húsnæðið í té án endurgjalds en samkomulag aðila um afnotin er til ársloka 2016 með möguleika á framlengingu.

Meðfylgjandi mynd var tekinn við undirskrift samkomulagsins sl. miðvikudag.