Fara í efni

Umsjónarmenn Opins húss eldri borgara

Óskað er eftir einstaklingum til að sjá um félagsstarf fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit ásamt Margréti Magnúsdóttur, frá október til og með maí. Félagsstarfið sem um ræðir er svokallað Opið hús í Fannahlíð sem er haldið þriðja miðvikudag í hverjum mánuði frá kl. 16-18. Helstu verkefni eru að skipuleggja og halda utan um það félagsstarf sem fram fer í Opnu húsi og að sinna akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem þess þarfnast til að komast til og frá Fannahlíð. Reynsla í vinnu með öldruðum er æskileg. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar í s: 433-8500. Umsóknarfrestur er til 18. október 2017.

Umsóknarfrestur er til 18. október 2017.