Umsjónaraðili félagsmiðstöðvar
21. september 2015
Hvalfjarðarsveit óskar að eftir ráða einstakling til að sjá um félagsstarf unglinga í 301 félagsmiðstöð skólaárið 2015-2016. Helstu verkefni umsjónaraðila eru að skipuleggja og halda utan um það félagsstarf sem fram fer í félagsmiðstöðinni. Umsjónaraðili skal vera 20 ára eða eldri. Reynsla af störfum með börnum og unglingum er æskileg. Nauðsynlegt er að umsjónaraðili hafi bíl til umráða. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500. Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2015. Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Hvalfjarðarsveit 20. september 2015
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.