Um það bil tveir af hverjum þrem vilja persónukjör.
08. mars 2018
Niðurstaða skoðunarkönnunar á vegum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um viðhorf íbúa, til þess að kjósa lista- eða persónukosningu í næstu sveitarstjórnarkosningum í sveitarfélaginu liggja fyrir.
Sendir voru út 490 seðlar á íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu 18 ára og eldri.
210 skiluðu inn atkvæðaseðlum, eða 43%.
Niðurstaða var eftirfarandi:
136 vilja áfram persónukjör, eða 65%.
70 vilja listakosningu, eða 33, %.
4 seðlar voru auðir eða ógildir, eða 2%.