Tónlistarsumar í Hvalfirði 2016
Sunnudaginn 24.júlí kl.14:00 verða skemmtilegir sumar-tónleikar á Bjarteyjarsandi. Þetta eru þriðji tónleikar í tónleikaröðinni Tónlistarfélagsins Hvafjarðarsveitar "Tónlistarsumar í Hvalfirði 2016".
Þar mun söngkonan Alma Rut syngja dægurlög á íslensku undir heitinu „Dægurlagablanda á Bjarteyjarsandi“. Með henni í för verður píanóleikarinn Helgi Már Hannesson.
Aðgangseyrir er 1.000 kr, frítt er fyrir eldri borgara, börn yngri en 12 ára og meðlimi Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar. Enginn posi verður á staðnum.
Tónlistarsumar í Hvalfirði 2016 er verkefni sem er styrkt af Menningarsjóði Hvalfjarðarsveitar og Menningaráði Vesturlands með það að markmiði að kynna tónlistarfólk sem er á einn eða annan hátt tengt Hvalfjarðarsveit. Nánar um verkefnið er að finna á www.facebook.com/tonlistarsumarihvalfirdi2016