Fara í efni

Tónlistarfélag í Hvalfjarðarsveit

Kæru sveitungar í Hvalfjarðarsveit.
Stjórn Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar heldur ótrauð áfram að stefna að því að reyna að kynda undir áhuga og samstöðu um tónlistarlíf og tónlistarflutning innansveitar. Á stjórnarfundi á dögunum var samþykkt að stefna áfram að tónlistardegi eða einskonar tónlistarhátíð á vordögum undir heitinu „Tónlistarvor í Hvalfjarðarsveit.“ Til þess að hægt verði að koma því í framkvæmd þurfum við að finna fyrir stuðningi samfélagsins og biðlum því til ykkar sem hafa áhuga á að starfa með okkur að skrá ykkur í félagið.

Stefnt verður að almennum félagsfundi skömmu eftir áramót þar sem línur verða lagðar. Hægt verður að skrá sig með því að senda tölvupóst til Guðfinnu Indriðadóttur gjaldkera ( gudfinna@hroar.is ) þar sem fram kemur nafn, kennitala og netfang. Stjórnin ákvað að árgjald í félagið á fyrsta starfsári verði kr. 3.000 sem notaðar verða til að standa straum að kostnaði sem til fellur vegna viðburða sem félagið mun standa fyrir. Með greiðslu félagsgjalds fá félagar aðgang að tónlistarviðburðum félagsins og verður þetta útfært nánar á boðuðum félagsfundi.

Hvetjum við alla sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum með okkur að skrá sig sem fyrst í félagið. Eins og fram kemur hér að ofan nægir að senda tölvupóst til Guðfinnu : gudfinna@hroar.is

 Með bestu kveðju Stjórn Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar