Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Bjarkarási í Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 11. nóvember 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Bjarkarási í Hvalfjarðarsveit sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið tekur til 28,9 ha svæðis úr landi Beitistaða. Innan skipulagssvæðisins eru skilgreindar 12 íbúðarlóðir á 11 ha landi og einnig er skilgreint um 16 ha svæði sem landbúnaðarland.
Deiliskipulag þetta byggir á deiliskipulagstillögu frá 2002 sem öðlaðist ekki gildi. Uppbygging er hafin á svæðinu þar sem talið var að tillagan frá 2002 væri í gildi.
Allar megin forsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi og var því fallið frá bæði lýsingu og opnum kynningarfundi á deiliskipulagstillögu. Íbúum Bjarkaráss var boðið til fundar og kynningar á skipulaginu þann 29. september 2014.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is frá 30. desember 2014 til og með 10. febrúar 2015.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 10. febrúar 2015 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðasveitar