Fara í efni

Þorrablót félagsstarfs eldri borgara i í Hvalfjarðasveit

Þorrablót 60 ára og eldri í Hvalfjarðasveit verður haldið í Miðgarði, fimmtudaginn 13. febrúar nk.
kl. 17:00.

Veislustjóri Salvör Lilja Brandsdóttir.
Dagbjartur Dagbjartsson hagyrðingur og nýbúi í Hvalfjarðarsveit fer með kveðskap.
Hallgrímur Ólafsson eða Halli Melló sér um skemmtiatriði og fjöldasöng.
Veitingar frá Veisluþjónustu Galito.

Miðapantanir á skrifstofu Hvalfjarðasveitar fyrir 10. febrúar í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.

Miðaverð kr. 7.000 og greiðist við komu á blótið - enginn posi á staðnum.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kristrún og Þórey.