Þorrablót eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
18. febrúar 2020
Þorrablót eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
Kveðjum þorrann og fögnum góu miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 17:00 í Miðgarði.
Jóhanna Harðardóttir alsherjargoði setur blótið, Gunnar Straumland kveður vísur, danshópurinn Sporið sýnir þjóðdansa við undirleik Gísla Einarssonar og hann mun einnig stjórna fjöldasöng. Ýmislegt skemmtilegt verður rifjað upp og Söngfjölskylda frá Borganesi mun syngja nokkur lög. Þorramatur kemur frá versluninni Einar Ólafssonar.
Miðaverð kr. 3.500.- Enginn posi er að staðnum. Miðapantanir fyrir 24. febrúar á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433 8500.
Hlökkum til að sjá ykkur
Sigrún, María og Margrét