Þorrablót eldri borgara
06. mars 2020
Þorrablót eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldið í Miðgarði 4. mars sl. Þátttaka var góð og allir sammála um að blótið hafi tekist vel. Matur var frá Verslun Einars Ólafssonar, Gísli Einarsson spilaði á harmonikku og stjórnaði fjöldasöng. Ýmis önnur skemmtiatriði voru. Þorrablótið var í umsjá Sigrúnar Sólmundardóttur, Maríu Sigurðardóttur og Margrétar Magnúsdóttur.
Myndir frá Þorrablótinu má sjá hér