Syndum - Landsátak í sundi 2024
28. október 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, kynnir landsátakið Syndum frá 1. til 30. nóvember 2024.
Setning átaksins verður föstudaginn 1. nóvember í Ásvallalaug.
Taktu þátt í landsátaki í sundi og hreyfðu þig fyrir heilsuna!
Markmiðið með Syndum er að hvetja alla landsmenn til að bæta heilsu sína með reglulegri hreyfingu, sérstaklega með sundi. Á síðasta ári syntu þátttakendur rúmlega 26.862 km – komumst lengra í ár og syndum saman í kringum Ísland!
- Hver getur tekið þátt? Allir! Hvatt er til þátttöku skóla, sundfélaga og almennings.
- Hvernig tek ég þátt? Skráðu þig inn á www.syndum.is, fylgstu með heildarsundmetrum þjóðarinnar, og sjáðu hversu marga hringi við getum synt í kringum landið.
Sund er fyrir alla, óháð aldri og líkamlegu ástandi. Það styrkir hjarta- og æðakerfið, eykur þol, og er skemmtileg tómstundaiðja fyrir alla fjölskylduna.
Skráðu þig núna á www.syndum.is og láttu hvern metra telja!