Fara í efni

Sumar námskeið - Leynileikhúsið

Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar mun standa fyrir sumarnámskeiði vikuna 12.-16. ágúst fyrir börn í Hvalfjarðarsveit, fædd árin 2012-2014 (verðandi miðstig í Heiðarskóla). Námskeiðið verður haldið í Miðgarði, frá klukkan 12:00 til 16:00. Nemendur þurfa að koma með nesti fyrir alla dagana.

Leynileikhúsið mun sjá um námskeiðið, þar sem kenndur verður grunnur í leiklist með áherslu á spuna, persónusköpun og leikgleði. Námskeiðið verður uppbyggt með leiklistarleikjum og æfingum sem styrkja og efla sköpunarkraft, félagsþroska og eru bæði hressandi og skemmtilegar.

Leiklistin verður færð út á græn svæði í kringum kennslustaðinn ef veður leyfir. Námskeiðið fer fram í 4 tíma á dag og á föstudeginum kl. 15:00 verður opinn tími þar sem aðstandendur geta komið og notið afraksturs vikunnar.

Kennarar Leynileikhússins eru háskólamenntaðir í sviðslistum og hafa mikla reynslu af kennslu og vinnu með börnum.

Námskeiðsgjald fyrir hvern nemanda er 15.000 kr. fyrir vikuna. Almennt verð fyrir slík námskeið er 25.000 kr., en Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar niðurgreiðir 10.000 kr. á hvern nemanda. Hægt er að nota frístundastyrk Hvalfjarðarsveitar til að greiða námskeiðsgjald. 

Lágmarksfjöldi nemenda á námskeiðinu er 10 og hámark 20.

Skráning fer fram í Abler undir markaðstorg/shop: Sumar námskeið - Leynileikhúsið | Hvalfjardarsveit Umf. Hvalfjarðarsveit | Shop | Abler