Stuðningsfjölskyldur fyrir börn óskast
Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar leitar eftir fjölskyldum/einstaklingum sem eru tilbúnin til að gerast stuðningsaðilar fyrir börn.
Hlutverk stuðningsfjölskyldna felst í því að taka barn/börn inn á heimilið í stuttan tíma, að jafnaði eina-tvær helgar í mánuði skv. samningi þar um. Um er að ræða börn með fötlun og/eða börn sem þurfa stuðning.
Við leitum að fjölskyldum/einstaklingum sem eru færir um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.
Um er að ræða verktakavinnu.
Frekari upplýsingar og reglur Hvalfjarðarsveitar um stuðningfjölskyldur má finna hér: https://www.hvalfjardarsveit.is/static/files/Reglur/studningsfjolskyldur
Nánari upplýsingar veitir Freyja Þöll Smáradóttir, félagsmálastjóri í síma 433-8500 eða á netfanginu felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is