Fara í efni

Laus störf í íþróttamiðstöðinni Heiðarborg

Starfsfólk óskast til starfa við íþróttamiðstöðina Heiðarborg frá 15. ágúst nk. til 6. júní 2025.

Störfin eru eftirfarandi:

75% staða, vinnutími frá kl. 08:00-14:00 alla virka daga. 

71% staða, vinnutími frá kl. 15:45-21:15 mánudaga til fimmtudaga og laugardaga frá kl. 09:45-15:15. Starfið hentar t.d. vel með námi. Til greina kemur að tveir aðilar skipti með sér starfinu.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með íþróttahúsi
  • Öryggisgæsla við sundlaug
  • Aðstoð við nemendur/gesti
  • Þrif

Hæfniskröfur:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Standast hæfnispróf sundstaða
  • Þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2024

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ása Líndal Hinriksdóttir, fristunda- og menningarfulltrúi í síma 433-8500 eða á netfanginu fristund@hvalfjardarsveit.is. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á https://www.hvalfjardarsveit.is/is/stjornsysla/eydublod/umsokn-um-atvinnu. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Störfin henta öllum kynjum.