Störf í boði hjá Hvalfjarðarsveit
Skrifstofustjóri:
Starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar, starfshlutfall 100%. Skrifstofustjóri hefur umsjón með
launa- og mannauðsmálum, persónuverndarmálum og innheimtu, tekur þátt í áætlanagerð og uppgjöri sveitarfélagsins
og samhæfingu verkefna á sviði fjármála á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Annast launavinnslu fyrir öll starfssvið sveitarfélagsins.
• Yfirumsjón með persónuverndarmálum.
• Tekur þátt í undirbúningi, gerð og eftirfylgni starfs-
og fjárhagsáætlana.
• Umsjón með framlagningu árshlutareikninga
og ársreikninga.
• Greiningarvinna og miðlun upplýsinga til kjörinna
fulltrúa og stjórnenda.
• Annast álagningu fasteignagjalda og hefur yfirumsjón
með innheimtumálum.
• Kynningar- og markaðsmál
• Almenn verkefni á skrifstofu sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem fellur að verkefnum og ábyrgðarsviði
skrifstofustjóra.
• Reynsla af launavinnslu, reikningshaldi og áætlanagerð.
• Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Góð samskipta- og leiðtogahæfni.
• Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni.
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starf
Skipulags- og umhverfisfulltrúi:
Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf innan
stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og
umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Skipulags –og umhverfisfulltrúi hefur yfirumsjón með
skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarmálum
sveitarfélagsins, þjónustar íbúa Hvalfjarðarsveitar á
þeim málefnasviðum, er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn,
landbúnaðarnefnd og umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd og vinnur skv. samþykktum þeirra.
Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið
skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar:
• Skipulagsgerð og útgáfa framkvæmdaleyfa.
• Umsjón með fráveitumálum, umferðar- og
samgöngumálum.
• Umsjón með umhverfis- og hreinlætismálum
sveitarfélagsins.
• Umsjón með náttúruverndarmálum í sveitarfélaginu.
• Umsjón með opnum svæðum, gróðursetningu
og uppgræðslu.
• Umsjón með merkingu og kortlagningu útivistarsvæða
og gönguleiða í sveitarfélaginu.
• Umsjón verkefna er varða gróðurvernd, fjallskil,
búfjárgirðingar og refa- og minkaeyðingu.
• Gerð starfs- rekstrar-, og framkvæmdaáætlana fyrir þá
málaflokka sem undir hann heyra.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á meðferð og
varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Skipulags-
og umhverfisfulltrúi er starfsmaður umhverfis,- skipulags,- og náttúruverndarnefndar og landbúnaðarnefndar.
Almennt stjórnunarsvið:
Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um landbúnaðarmál
og skipulags- og umhverfismál sveitarfélaga. Einnig
eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu,
samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við
fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast
skipulagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
er skilyrði.
• Þekking og reynsla af skipulags- og umhverfismálum
er æskileg.
• Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og
gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg.
• Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi er kostur.
• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og
skipulagshæfileika.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Kjör:
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum
viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur um störf skrifstofustjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar er til og með
19. júlí 2018.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknir skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið
hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Nánari upplýsingar um störfin veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu
linda@hvalfjardarsveit.is