Starfsfólk óskast í félagsstarf aldraðra í Hvalfjarðarsveit
Hvalfjarðarsveit leitar að tveimur jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum til að sjá um félagsstarf eldra fólks sem starfrækt er frá september - maí.
Um er að ræða opið hús í félagsheimilinu Miðgarði sem haldið er tvisvar sinnum í mánuði auk skipulagðra ferða. Helstu verkefni eru yfirumsjón, skipulagning og utanumhald félagsstarfins sem fram fer í Opnu húsi og starfi því tengdu.
Reynsla af vinnu með eldra fólki er æskileg og nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. Einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ása Líndal, frístunda- og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar á netfangið fristund@hvalfjardarsveit.is
Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknareyðublað má nálgast hér.
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2024.