Fara í efni

Starf við liðveislu laust til umsóknar

Um er að ræða hlutastarf í liðveislu með einstakling með fötlun.  Félagsleg liðveisla er persónulegur stuðningur og aðstoð sem einkum miðar að því að draga úr félagslegri einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi, allt eftir áhugasviði hvers og eins.

 

Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 20 ára og hafi þekkingu á málefnum fatlaðra og/eða reynslu af vinnu með fötluðum.  Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bílpróf og hafi aðgang að bíl.  Mikilvægt er að viðkomandi sé jákvæður og eigi gott með samskipti.

Vinnutíminn er að öllu jöfnu um helgar og/eða seinnipart dags þannig að starfið getur hentað vel t.d. háskólanemum.  Launakjör eru skv. kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga.  

 

Umsóknarfrestur er til og með 30.september 2016.  Sótt er um með því að skila inn umsókn á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

 

Nánari upplýsingar veitir Arndís Halla Jóhannesdóttir, félagsmálastjóri í tölvupósti felagsmal@hvalfjardarsveit.is eða í síma 433-8500.