Sorphirðudagatal 2022
04. janúar 2022
Íslenska gámafélagið hefur gefið út Sorphirðudagatal 2022 fyrir Hvalfjarðarsveit.
Ákveðið var í samráði við Íslenska gámafélagið að hafa tvö sorphirðudagatöl fyrir sveitarfélagið 2022 til að auðvelda íbúum að sjá hvenær er sótt sorp til þeirra. Annars vegar er svæðið Innnes og sunnan Akrafjalls, bæir við þjóðveg 1 frá Laxárbakka að Borgarnesi og Melasveit og hins vegar svæðið norðan Akrafjalls frá Ósi að Litlu Fellsöxl, Melahverfi, Hvalfjörður frá þjóðvegi 1 og Svínadalur niður að þjóðvegi 1.
Þeir sem vilja fá sorphirðudagatal fyrir sitt heimili útprentað geta hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is