Fara í efni

Sögustaðurinn Leirá í Leirársveit

Á Hvalfjarðardögum 2024 voru haldnir fjölbreyttir menningarviðburðir á Leirá í Leirársveit sem drógu að sér fjölda áhugasamra gesta sem fengu tækifæri til að upplifa fróðlega dagskrá í sögulegu umhverfi.

Fyrsti viðburðurinn var haldinn föstudaginn 16. ágúst í Leirárkirkju. Þar hélt Eyþór Guðmundsson, uppalinn á Beitistöðum og fornbókasafnari, erindi um Leirárgarða/Beitistaða prentsmiðju sem var í eigu Magnúsar Stephensens á Leirá. Upptöku af þessum viðburði er hægt að nálgast https://youtube.com/live/7U6rjewwLRU?feature=share

Annar viðburðurinn fór fram laugardaginn 17. ágúst, einnig í Leirárkirkju. Að þessu sinni var það Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi, sem fjallaði um veldi Stefánunga meðan þeir sátu á Leirá. Upptöku af erindinu er að finna hér https://youtube.com/live/mvDLloVhYsw?feature=share

Þriðji viðburðurinn fór fram sunnudaginn 18. ágúst í Heiðarskóla. Þar var fjallað um 100 ára sögu menningar og skólastaðarins á Leirá. Ýmsir flytjendur komu fram og deildu reynslu sinni og þekkingu á hlutverki ábúenda. Upptöku af þessum viðburði má sjá hér https://youtube.com/live/lHpjm-maCs8?feature=share

Eigendur jarðarinnar Leirá í Leirársveit fengu úthlutað styrk úr Menningarsjóði Hvalfjarðarsveitar 2024 til að halda ofangreinda viðburði. Hvalfjarðarsveit vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Önnu Leif Auðar Elídóttur og Ásgeirs Kristinssonar, fyrir að halda þessa merku viðburði og bjóða íbúum og gestum upp á ógleymanlega upplifun.
Viðburðirnir voru einstakt tækifæri til að kynnast ríkri menningarsögu svæðisins og styrkja samfélagsandann