Söguskilti afhjúpað við Miðgarð
25. nóvember 2021
Halldór Blöndal fyrrverandi alþingismaður og ráðherra mun afhjúpa söguskilti við félagsheimilið Miðgarð, laugardaginn 27. nóvember nk. kl. 12:00. Á skiltinu er farið yfir sögu Jóns Hreggviðssonar, Péturs Ottesen, Ytra-Hólms og Innri-Hólms ásamt Innri-Hólmskirkju.
Þetta er annað skiltið sem er afhjúpað í verkefninu „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit“. Verkefnið er unnið í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands og byggir á samstarfi þriggja sveitarfélaga við Hvalfjörð sem eru Kjósarhreppur, Hvalfjarðarsveit og Akranes og gengur út á þróun ferðaleiða um Hvalfjörð.
Jólamarkaður sóknarnefndar Innri-Hólmskirkju til styrktar kirkjunni fer fram í Miðgarði þessa helgi og er opinn frá kl. 13:00 - 17:00 báða dagana.
Allir velkomnir.