Snjómokstur í Hvalfjarðarsveit
05. desember 2016
Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin skrifuðu undir snjómoksturssamning við Þrótt ehf. þann 30. nóvember síðastliðinn. Þróttur ehf. mun sjá um allan mokstur í sveitarfélaginu til móts við Vegagerðina. Þróttur ehf. mun sjá um heimreiðamokstur sem er í boði samkvæmt viðmiðunarreglum varðandi snjómokstur í Hvalfjarðarsveit
http://www.hvalfjardarsveit.is/static/files/import/Reglur/Snj%C3%B3mokstur-Reglur%2015%20%20des%20%20%28002%29.pdf.
Hægt er að panta heimreiðamokstur í síma 433-8500 frá 10-15 virka daga eða í síma 842-5585 frá 8-22 alla daga vikunnar.