Slökkvitæki til yfirferðar
Dagana 17. október til 21. október 2022 verður tekið á móti slökkvitækjum til yfirferðar og hleðslu á þeim tækjum sem þörf er á. Hægt er að koma með þau á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar frá kl. 08:00-15:00. Fyrirtækið Eldvörn á Akranesi hefur umsjón með verkinu.
Hvalfjarðarsveit greiðir fyrir hleðslu á einu 6 kg slökkvitæki á hverju heimili en í boði er að koma með fleiri tæki af heimili og aðili greiðir þá fyrir það. Einnig verður í boði að kaupa slökkvitæki, reykskynjara og eldvarnarteppi. Hvetjum alla til að huga vel að eldvörnum á sínu heimili.
Þau íbúðarhúsnæði sem voru byggð og flutt inn í eftir 2020 fá nýtt slökkvitæki afhent. Þeir sem vilja nýta sér það þurfa að láta vita dagana 17.10.2022 – 21.10.2022 í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.
Eigendur geta sótt slökkvitækin sín þremur virkum dögum eftir að þeir hafa afhent þau á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar frá kl. 08:00-15:00.
Aðeins þau íbúðarhúsnæði sem eru skráð með fasta búsetu geta nýtt sér þessa þjónustu. Sjá nánar í dreifibréfi sem sent hefur verið út.