Fara í efni

Skrifstofustjóri - laust starf

Starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar, starfshlutfall 80-100%. Skrifstofustjóri hefur umsjón með áætlanagerð og uppgjöri sveitarfélagsins og samhæfingu verkefna á sviði fjármála á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

·         Annast daglega fjár­mála­stjórn sveit­ar­fé­lagsins.

·         Annast launavinnslu fyrir öll starfssvið sveitarfélagsins.

·         Undir­bún­ingur, gerð og eftir­fylgni starfs- og fjár­hags­á­ætlana.

·         Umsjón með framlagningu árshlutareikninga og ársreikninga.

·         Grein­ing­ar­vinna og miðlun upplýs­inga til kjör­inna full­trúa og stjórn­enda.

·         Annast álagningu fasteignagjalda og umsjón með innheimtu.

·         Almenn verkefni á skrifstofu sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Menntun sem fellur að verkefnum og ábyrgðarsviði skrifstofustjóra.

·         Reynsla af reikningshaldi, áætlanagerð og fjármálastjórnun.

·         Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg.

·         Góð samskipta- og leiðtogahæfni.

·         Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni.

·         Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2017. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi.        
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is

·         Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 635 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar eru næg og fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf.

·         Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is