Fara í efni

Skrifstofumaður - Skjalavörður

Starf skrifstofumanns og skjalavarðar hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar, um er að ræða 100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

·         Almenn skrifstofu- og ritarastörf.

·         Skjalavarsla.

·         Gerð og útsending reikninga.

·         Greiðsla reikninga o.fl.

·         Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og öðrum miðlum.

·         Almenn verkefni á skrifstofu sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Menntun sem fellur að verkefnum og ábyrgðarsviði er æskileg.

·         Reynsla af skjalavörslu og almennum skrifstofustörfum er æskileg.

·         Reynsla af notkun Navision og One – skjalaskráningarkerfis er æskileg.

·         Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni.

·         Jákvætt viðmót, hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum.

·         Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2018.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is

Hvalfjarðarsveit 9. maí 2018
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.