Skraddaralýs með opið hús
25. september 2024
Þann 1. október og 29. október nk. frá kl. 18-22, báða dagana, verða Skraddaralýs með opið hús í Miðgarði. Þar munu Skraddaralýs taka vel á móti öllum þeim sem vilja koma og kynna sér starfið þeirra, fá leiðsögn, góð ráð eða annað er viðkemur prjóna- og saumaskap og öllu því tengdu.
Skraddaralýs er hópur sem hefur sameiginlegt áhugamál, bútasaum og allt sem tilheyrir hannyrðum.
Skraddaralýs vonast til þess að sjá sem flesta, verið öll velkomin.