Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 28.maí 2019 að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Í lýsingartillögunni leggur sveitarstjórn áherslu á að marka skýra stefnu um atvinnuuppbyggingu í tengslum við iðnað, ferðaþjónustu og landbúnað. Endurskoðun á stefnu er varðar íbúðar- og frístundabyggð, samgöngur og verndarsvæði. Í kafla 4 er nánar fjallað um markmið sveitarstjórnar og helstu leiðir að þeim.
Endurskoðað aðalskipulag verður unnið á grunni gildandi skipulags frá 2008-2020 sem tók gildi í júlí 2010.
Gerð er grein fyrir nálgun og áherslum sem lagðar verða til í skipulagsvinnunni og hvernig staðið verður að samráði og kynningu á tillögunni.
Skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”lýsing aðalskipulag” fyrir 30. ágúst 2019.
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar