Fara í efni

Skipulagsbreytingar

Ný deild, Velferðar- og fræðsludeild, hefur verið stofnuð innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Helstu verkefni nýrrar deildar eru á sviði velferðar-, fræðslu, frístunda-, íþrótta-, æskulýðs- og menningarmála.

Innan Velferðar- og fræðsludeildar munu starfa deildarstjóri, verkefnastjóri og frístunda- og menningarfulltrúi.
Freyja Þöll Smáradóttir verður deildarstjóri en hún hefur gegnt starfi félagsmálastjóra hjá sveitarfélaginu frá árinu 2021.
Ása Líndal Hinriksdóttir er frístunda- og menningarfulltrúi og hefur starfað hjá sveitarfélaginu frá árinu 2017.
Svala Ýr Smáradóttir er nýráðin sem verkefnastjóri en Svala hefur undanfarin sjö ár starfað hjá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks.

Markmið sveitarfélagsins með stofnun Velferðar- og fræðsludeildar er m.a. að tryggja samfellda og samþætta þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins, auka skilvirkni, bæta yfirsýn og samþættingu þjónustu tengda verkefnum deildarinnar.

Samhliða ofangreindri breytingu hefur sveitarstjórn samþykkt að stofna nýja deild, Velferðar- og fræðsludeild, þar sem sameinaðar verða tvær nefndir, Fræðslunefnd og Fjölskyldu- og frístundanefnd, í eina nefnd. Markmið sameiningarinnar eru í samræmi við þau markmið sem liggja til grundvallar stofnun nýrrar deildar.

Starfsfólk deildarinnar:

              Freyja Þöll                                          Ása Líndal                                 Svala Ýr