Fara í efni

Skipulags- og umhverfisfulltrúi- frestur til 23. maí

Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 


Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Skipulagsgerð og útgáfa framkvæmdaleyfa.
• Gerð starfs- rekstrar, og framkvæmdaáætlana fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra.
• Umsjón með umhverfis- og hreinlætismálum sveitarfélagsins.
• Umsjón með náttúruverndarmálum í sveitarfélaginu.


Almennt stjórnunarsvið:
Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um skipulags- og umhverfismál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu.


Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipulagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði.
• Þekking og reynsla af skipulags- og umhverfismálum er æskileg.
• Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg.
• Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi er kostur.
• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.


Kjör:
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags  og Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Umsóknarfrestur um starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar er til og með 22. maí nk.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes. Öllum umsóknum verður svarað skriflega.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is