Sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur 2020-2021
Framlengdur umsóknarfrestur til 31. júlí 2021.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti fyrr á árinu sérstakan íþrótta- og frístundastyrk sem veittur yrði fjölskyldum með heildartekjur að meðaltali lægri en 740.000 kr. Styrknum er ætlað að auka jöfnuð til íþrótta- og frístundastarf vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarferlið.
Kanna hvort ég á rétt á styrk:
Íslenska: https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs
Enska / pólska : https://island.is/en/support-for-childrens-recreational-activities
Þeir sem falla ekki undir tekjuviðmiðin fá senda staðfestingu og útskýringar og komast ekki lengra í ferlinu.
Grant for sports and leisure activities- more info
Íþrótta- og frístundastyrkurinn er greiddur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005 - 2014 með lögheimili á heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020. Félagsmálaráðuneytið hefur falið hverju sveitarfélagi að deila út styrknum til þeirra einstaklinga sem sækja um og falla undir tekjuviðmiðin. Ítarlegri reglur má sjá hér að neðan.
Styrkurinn er greiddur vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og frístundastarf á skólaárinu 2020-2021 og sumar 2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn.
Styrkurinn eru veittur vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi líkt og íþróttaæfingum, tónlistarnámi, skátastarfi, námskeiðum í listum, sjálfstyrkingu og fleira. Ekki er heimilt að nýta íþrótta- og frístundastyrkinn til greiðslu á tækjum, búnaði, fatnaði og ferðum.
Íþrótta- og frístundastyrkurinn er greiddur samkvæmt umsókn sem hægt er að fá á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar veitir Sólveig Sigurðardóttir, félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða á netfangið felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is