Samtöl um aðgerðaráætlun í ferðamálum
26. febrúar 2024
Opinn umræðu- og kynningarfundur um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030 verður haldinn í boði Lilju Dögg Alfreðsdóttur ferðamálaráðherra í Landnámssetrinu í Borgarnesi, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 14:00.
Drög að aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030 voru unnin í víðtæku samráði stjórnvalda við fjölda hagaðila. Þau eru byggð á vinnu sjö starfshópa og stýrihóps og voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember á síðasta ári.
Ferðaþjónustuaðilar og öll áhugasöm um þróun ferðaþjónustunnar hjartanlega velkomin.
Vinsamlegast skráið ykkur hér: https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx…