Samtal og samvinna
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar býður íbúum sveitarfélagsins að koma í stjórnsýsluhúsið að Innrimel 3 laugardaginn 7. nóvember nk. kl. 10:00-11:30 og eiga samtal við sveitarstjórn.
Á fundinum gefst íbúum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og áherslum um fjölbreytt verkefni sveitarfélagsins á framfæri við kjörna sveitarstjórnarfulltrúa og sveitarstjóra.
Um þessar mundir vinnur sveitarstjórn að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2016-2019. Í þeirri vinnu er gagnlegt að fá fram skoðanir og áherslur íbúa um t.d. framkvæmdir og fjárfestingar komandi ára, hverju beri að stefna að og hvað það er sem íbúum liggur helst á hjarta.
Sveitarstjórn væntir þess að sjá sem flesta því samtal og samvinna af þessu tagi er mikils virði.
Hvalfjarðarsveit 2. nóvember 2015
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.