Fara í efni

Samningur við Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

Fimmtudaginn 30. maí sl. var undirritaður samningur við Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit um endurgjaldslaus afnot af íþróttasalnum í Heiðarborg, tvo daga í viku, frá 1. júní til 21. ágúst nk.

FEBHV hyggst með afnotum húsnæðisins halda uppi félagsstarfi og hreyfingu fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar en félagið mun auglýsa starfið sem boðið verður upp á.

Sveitarfélagið óskar FEBHV velfarnaðar í öllum störfum þess og vonar að félagið vaxi og dafni um ókomna tíð.

Myndir frá undirritun samningsins, Jóhanna G. Harðardóttir, formaður FEBHV og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.